Doddinn okkar flottur !

Þórður Rafn sigursæll á lokahófi hjá St. Andrews


Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR, hlaut Robert Renfrow „Peanut" Doak verðlaunin við hátíðlega athöfn hjá St. Andrews Presbyterian háskólanum frá Norður-Karólínu. Verðlaunin eru gefin þeim lokaársnema sem þykir skara fram úr innan íþróttadeildar háskólans. Það eru yfirþjálfarar íþrótta í skólanum sem útnefna verðlaunahafa og í ár var það Þórður Rafn sem varð fyrir valinu.

Í samtali við Kylfing.is sagðist Þórður vera mjög ánægður með verðlaunin. „Ég er mjög ánægður með að hafa hlotið þessi verðlaun. Það eru margir góðir íþróttamenn í skólanum sem spila aðrar íþróttir og að vera valinn bestur af þeim er mikill heiður."

Kemst ekki í landsúrslit

Tímabilinu hjá Þórði er lokið en hann var með 73,6 högg að meðaltali í 11 mótum á þessu skólaári. Hann hafði gert sér vonir um að komast í landsúrslit sem einstaklingur í 2. deildinni í háskólagolfinu en ekkert varð úr því eftir að óvænt úrslit urðu í öðrum svæðisúrslitum.

Segja má að Þórður hafi rakað inn verðlaunum því hann var einnig valinn mikilvægasti leikmaðurinn í golfliðinu og fékk að auki verðlaun fyrir góðan námsárangur. Núna mun hann halda til Myrtle Beach í Suður Karólínu og mun æfa og spila þar í viku. „Ég ætla að taka góða æfingatörn og koma mér í gott keppnisform fyrir fyrsta stigamótið í Eyjum," sagði Þórður að lokum.

Myndir/Kylfingur.is: Þórður Rafn rakaði inn verðlaunum á lokahófi hjá St. Andrews skólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband