Á Golfpressunni sem fór í loftið í síðustu viku verður fjallað um allt er viðkemur golfíþróttinni og verður vefurinn upplýsinga- og fræðsluveita sem veitir öllum kylfingum aðgang að spennandi nýjungum í golfheiminum í dag. Mikil áhersla er lögð á fræðsluhlutann og með aðkomu ólíkra pistlahöfunda verða efnistökin fjölbreytt og spennandi og jafnframt ítarlegri heldur en þekkist í dag.
Golfpressan verður í umsjón fjórmenninganna Birgis Leifs Hafþórssonar, atvinnukylfings, Gunnars Más Sigfússonar, næringaráðgjafa og TPI yfirþjálfara Golffitness í Nordica Spa og þeirra Brynjars Eldon og Ólafs Más Sigurðarsonar en þeir eru eigendur og yfirkennarar Pro Golf á Íslandi.
En hvað segir Gunnar Már um síðuna og við hverju megum við búast?:
,,Golffitness og golfkennsla verða áberandi efnisflokkar enda eitt af markmiðum síðunnar að kylfingar geti notið sérfræðiþekkingar og sótt sér efni og fræðslu sem bætir getu þeirra og geri þá að betri kylfingum. Að Golfpressunni kemur einvala lið golfkennara, kylfinga, þjálfara og sjúkraþjálfara og markmið síðunnar er að miðla upplýsingum til kylfinga til þess að þeir spili betur, meiðist sjaldnar og geti notið leiksins enn frekar. Nú er tíminn til þess að taka undirbúningstímabilið föstum tökum og uppskera þitt besta golfsumar.
Ljóst er að Golfpressan verður spennandi nýjung á Pressunni enda er þetta önnur stærsta íþróttagrein á Íslandi og yfir 58.000 íslenskra kylfinga sem leika golf bæði hérna heima sem og erlendis, en stór hópur Íslendinga fer reglulega utan í golfferðir.
www.golfpressan.is
Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.