26.1.2010 | 12:22
Eru ekki allir að drekka nóg vatn??????
|


kemur það fitusöfnun við?
Á náttúrulegan hátt minnkar vatn matarlystina og aðstoðar líkamann
við að brenna fitu. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að þegar vatnsdrykkja
minnkar þá eykst fitusöfnun - en minnkar að sama skapi við reglulega,
næga vatnsdrykkju 8-10 glös alla daga!
Nýrun geta ekki starfað eðlilega án nægs vatns. Þegar þau starfa ekki til fullnustu flyst hluti af álaginu yfir á lifrina.
Eitt af helstu hlutverkum lifrinnar er að vinna líkamsfitu yfir í nýtanlega orku. Ef lifrin þarf að taka að sér vinnu fyrir nýrun,
getur hún ekki unnið sitt starf til fullnustu.
Niðurstaðan verður sú að lifrin vinnur úr minni fitu og meira af fitu sest utan
á líkamann og þú hættir að léttast. Í stuttu máli, vatnsdrykkja hefur áhrif á fitusöfnun!
Ef þú ert ekki að drekka nóg vatn skynjar líkaminn það sem ógn og fer að safna vatni svo það fyrsta sem þú ættir að skoða ef þú
ert að halda óvenjulega miklu vatni eða vigtin að rísa mikið milli daga er daglega vatnsdrykkja. Varastu að drekka of mikið af vatns-
losandi vökvum eins og kaffi eða te. Þumalputtareglan með vökva sem innihalda koffín er hámark 3 bollar á dag.
Saltneysla getur einnig haft áhrif á vatnsbúskapinn. Líkaminn þolir salt aðeins af vissum styrk. Þess meira af salti sem þú borðar, þess meira vatn
þarf líkaminn til að þynna það. Að losna við umfram vökva tengdan saltneyslu er auðvelt.....drekka meira vatn!
Vatn hjálpar til við að losa líkamann við úrgang. Vatn getur stuðlað að bættri meltingu og
ætti alltaf að vera það fyrst sem þú skoðar ef meltingin er að trufla þig. Þegar líkaminn fær
of lítið af vatni sýgur hann það sem hann þarfnast frá innri uppsprettum og þar fer
ristillinn fremstur í flokki. Afleiðing? Meltingarvandamál. Vatnsdrykkja bætir þetta.
8-10 glös á dag, alla daga (2l)
(sérstaklega mikilvægt um helgar - drekkur þú nægt vatn um helgar?)
Þetta ætti að segja ykkur töluvert um mikilvægi vatns en það sem er kannski jafnvel enn mikilvægara fyrir ykkur
sem golfara er hvað vatnsskortur getur haft gríðarlega áhrif á einbeitinguna, orkuna og kraftinn. Það að fara
án vatnsbrúsa út á völlinn en eins og að fara út í eyðimörkina án vatns...= óðs manns æði! Þessir punktar eru staðreyndir
og þetta er upptalning á hlutum sem þið getið svo auðveldlega lagað eða sleppt ef vatnsbrúsinn er í golfpokanum!!
- Vatnsskortur er HELSTA ástæðan fyrir hinni svokölluðu síðdegisþreytu og við erum að tala um MILDAN vatnsskort!
- Næg vatnsdrykkja getur haft AFGERANDI áhrif á þá sem þjást af mjóbaks og liðvandamálum! 50% golfara munu fá í bakið!
- Vatn getur komið í veg fyrir eða dregið verulega úr höfuðverk á mjög skömmum tíma.
- Vatn er HELSTA flutningsleið líkamanns á vítamínum og steinefnum. Skortur á upptöku getur þýtt þreytu og slen
- Heilinn er 85% vatn - 1-3% vatnsskortur leiðir til einbeitingarleysis, þreytu, gleymsku og skorts á jafnvægi
- Ef heitt er í veðri þarftu lágmark 1l af vatni þegar þú spilar 18 holur
Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.