Færsluflokkur: Bloggar
7.10.2009 | 11:39
Jóhann K. Hjaltason lætur af störfum
Jóhann K. Hjaltason hefur nú látið af störfum sem þjálfari við unglingastarf GR og þökkum við honum kærlega þrjú góðu ár í starfi hjá okkur og óskum honum alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Jóhann hefur staðið sig mjög vel í kennslunni og unnið vel að uppbyggingu starfsins.
Árni Páll Hansson mun taka við starfi Jóhanns við afreksþjálfun unglinga með aðstoð Brynjars og nýr starfsmaður mun koma inn í kennslu almennu hópana. Minnum alla á að skrá sig í vetrarstarfið sem hefst 2.nóv og skráning hefst hjá Hörpu á skrifstofu GR þann 15 . október.
Bloggar | Breytt 8.10.2009 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2009 | 11:22
Afrekshópar unglingahafa verið valdir
Afrekshópar barna og unglinga hafa verið valdir fyrir veturinn og eru þeir eins og meðfylgjandi tafla sýnir hóparnir eru reglulega endurskoðaðir og allir þeir sem standa sig vel hafa kost á því að komast að í slíkum hópi ef kennari telur getu og elju leikmanna næga.
Afrekshópar unglinga 2009 -2010 |
|
| |
A - Hópur drengir | B - Hópur drengir | C - Hópur drengir | D - Hópur drengir |
Ástgeir | Eiður Rafn | Árni Freyr | Andri Búi Sæbjörnsson |
Bogi Ísak | Halldór | Gunnar Smári | Eggert Kristján Kristmundsson |
Gísli Þór | Hjalti Steinar |
| Patrekur Ragnarsson |
Kristinn Reyr | Stefán Þór |
| Sindri Jónsson |
|
|
|
|
|
| ||
A - Hópur stúlkur | B - Hópur stúlkur |
|
|
Halla Björk | Eva |
|
|
Hildur Þ | Gerður |
|
|
Íris Katla | Karen |
|
|
Ragnhildur K | Saga |
|
|
|
|
|
|
Ath. Sjá æfingatöflu afreksunglinga á www.grgolf.is til að sjá æfingatíma hvers hóps fyrir sig. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 20:31
Foreldrar athugið !
Skráning í vetrarstarf barna og unglinga hefst þann 15. október á skrifstofu Golfklúbbs Reykjavíkur. Harpa Ægisdóttir mun sjá um skráninguna. Því annaðhvort best að hringja á skrifstofuna eða senda Hörpu e-mail á harpa@grgolf.is.
Æfingar hefjast eftir æfingatöflum sem eru að finna á www.grgolf.is undir félagstarf þann 2. nóvember og í framhaldinu verður haldinn foreldrafundur í byrjun nóv.
Vonumst til þess að sjá sem flesta í vetur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 20:21
Mataræði afrekskylfinga
Trefjarík fæða hefur hægara niðurbrot/upptöku sem þýðir að orkan
sem við fáum úr fæðunni endist okkur lengur og hjálpar til við að halda
blóðsykrinum í jafnvægi sem er alveg málið ef við viljum forðast það að
orkan sé að detta niður og valda okkur þreytutilfinningu eða einbeitingarleysi.
Trefjar veita góða mettun án þess að vera kaloríuríkar og geta þess vegna verið frábærar fyrir þá sem eru að reyna að léttast. Grænmeti, ávextir og heilhveiti innihalda líka mikið magn vítamína og steinefna sem eru mikilvæg til að viðhalda jafnri orku og góðri heilsu. 20-35 gr af trefjum er dagsskammturinn og ætti að koma frá blöndu af mismunandi mætvælum. Skoðið velGI listann (blóðsykurstöðull) því kolvetni sem eru fersk, lítið unnin og næringarrík eru líka oft mjög trefjarík og því gott val.
Matvæli sem gott er að hafa á matseðlinum, daglega!
- Heilhveiti, spelt, grófkorna eða próteinbættar hveitiafurðir
-Brún grjón
- Ferska ávexti, með hýðinu
- Ferskt grænmeti
- Rúsínur
- Baunasúpur
- Rúsínu haframjöl kökur (bakaðu sjálf, sjá uppskrift á matseðli)
- Trefjaríkt og sykursnautt morgunkorn
Golf krefst jafnrar og góðrar orku í þann tíma sem þið eruð að spila. Kolvetni með
lágt GI gildi eru málið og algerlega ber að forðast sætindi, gosdrykki og önnur einföld
kolvetni þar sem þau hækka blóðsykurinn mjög skarpt og síðan er það fallið sem þið
finnið fyrir eftir u.þ.b. klukkustund. Lágur blóðsykur þýðir þreyta, einbeitingarleysi og
sljóleiki, ekki eitthvað sem þið viljið upplifa á vellinum. Skoðið vel listann yfir GI gildi
matvælanna og veljið eftir því.
KOLVETNI_blóðsykurstöðull
Blóðsykurstöðull matvæla er mælikvarði á áhrif kolvetna á blóðsykurinn. Kolvetni sem hafa stuttan niðurbrotstíma (hátt GI gildi) í meltingarferlinu leysa mikið magn glúkósa hratt út í blóðrásina sem hefur áhrif á blóðsykurinn.
Fæða með lágan blóðsykurstöðul brotnar hægar niður í meltingunni, leysir minna magn af glúkósa úr í blóðrásina og hefur því gríðarlega mikil áhrif á hluti eins og sykurlöngun, orkuflæði yfir daginn, mettun eftir máltíðir og matarlyst.
Talið er að kolvetni með lág Gi gildi geti komið betra jafnvægi á fitubrennslueiginleika líkamanns og hefur þar með bein áhrif á fitusöfnun.
Tímasetning máltíðanna og rétt val á kolvetnum eru þau tvö atriði sem hafa lang mest áhrif á það hvort þú sért að léttast eða ekki.......
Kostir mataræðið með lágt Gi gildi eru augljósir. Kolvetni með lágt gildi eru almennt næringarríkari, náttúrulegri, minna unnin og ferskari er kolvetni með hátt gildi. Það eru þó undantekningar á þessu og hugmyndin með þessu er að þið séuð meðvitaðri og veljið hollari fæðu sem hefur jákvæð áhrif á líkamann.
Kolvetni eru með lágt gildi/miðlungs hátt og hátt. Þessi kolvetni sem ég er að telja upp hérna eru öll með mjög lágan stöðul en það er ekki þar með sagt að þið getið ekki verið að borða nein önnur kolvetni. Veljið gildi um og undir 50
Munið að ALLT grænmeti hefur lágan stöðul og hentar því frábærlega fyrir ykkur!
Matur | GI gildi |
Sætar kartöflur | 44 |
Kartöflur | 57 |
Forsoðnar kartöflur | 65 |
Kartöflumús (án sykurs) | 70 |
Franskar | 75 |
Bakaðar kartöflur | 85 |
Tilbúin katöflumús | 86 |
Rauðar nýjar kartöflur | 88 |
Matur | GI gildi |
All Bran | 38 |
Muesli án viðbætts sykurs | 43 |
Haframjöl | 49 |
Rúsínu Bran | 61 |
Haframjöl í pakka (tilbúið) | 66 |
Hafrakoddar | 67 |
Special K | 69 |
Bran Flakes | 74 |
Cheerios | 74 |
Vöfflur (frosnar) | 76 |
Rice Krispies | 82 |
Corn Flakes | 92 |
Matur | GI gildi |
Bygg | 25 |
Brún Hrísgrjón | 48 |
Basmati Hrísgrjón | 58 |
Couscous | 65 |
Cornmeal | 68 |
Hvít hrísgrjón | 72 |
Instant Hvít grjón | 87 |
Wild grjón | 87 |
Matur | GI gildi |
Spaghetti, Spelt | 32 |
Spaghetti, Heilhveiti | 37 |
Spaghetti, Hvítt | 45 |
Makkarónur | 47 |
Matur | GI gildi |
Kirsuber | 22 |
Grape | 25 |
Sveskjur | 29 |
Aprikósur | 30 |
Epli | 38 |
Ferskjur | 38 |
Perur | 38 |
Plómur | 39 |
Jarðaber | 40 |
Appelsínur | 42 |
Vínber | 46 |
Mangó | 51 |
Banani | 52 |
Papaya | 56 |
Rúsínur | 56 |
Apríkósur | 57 |
Kiwi | 58 |
Fíkjur | 61 |
Kantalópa | 65 |
Ananas, ferskur | 66 |
Vatnsmelóna | 72 |
Döðlur | 103 |
Næstum allt brauð er með frekar hátt Gi gildi.
Þar erum við að leita eftir næringarríku og trefjaríku brauði sem dregur úr meltingarhraða og minnkar því Gi gildi brauðsins. Því grófara sem brauðið er (helst með heilum kornum líka ) því betra. Ekki hvítt hveiti.
Hrökkbrauð hefur flest mið eða hátt Gi gildi en inniheldur samt hátt magn trefja og ef þið bætið við trefjaríku (grænmeti) áleggi eða próteinríku (kotasæla, kjúklingur, eggjahvítur) hefur það áhrif á niðurbrotið og lækkar því Gi gildið.
Mjólkurvörur eru flestar með lágt gildi en að sama skapi oft hátt fituhlutfall svo haldið þeim í lágmarki. Leitið eftir fituskertum og sykurskertum útg
TÍMASETNING MÁLTÍÐANNA
Tímasetning, tímasetning, tímasetning...
#1 Að borða reglulega eykur heildarbrennsluna töluvert yfir daginn. Við erum að tala um fleiri ÞÚSUND kaloríur á
mánuði sem þið getið verið að missa í formi fitu. Það þarf töluvert til þvi 1 kg af fitu er 7000 kaloríur! Í lang flestum
tilvikum þarf að bæta við máltíðum en ekki sleppa og ætti þetta því að geta gengið upp hjá flestum.
Þú þarft að bæta grunnbrennsluna með þvi að fara að borða á
2,5-3 tíma fresti og gefa þannig líkamanum orku og nægt eldsneyti
svo hann geti haldið fullum efnaskiptum í gangi allan daginn!
#2 Ef þú borðar kl 14:30 og aftur 16:30 ertu ekki jafn svangur/svöng þegar þú sest og borðar kvöldverðinn og getur því
borðað minna magn. Blóðsykurinn er í jafnvægi svo að sykurlöngun, löngun í fituríkan mat og græðgi er ÚR SÖGUNNI!
Þetta þýðir að þú átt að draga úr tveimur stærstu máltíðum dagsins, hádegis og kvöldverði og dreifa kaloríunum
í millimáltíðirnar. Svona geturðu dregið úr svengd og borðað minna í kvöldverðinum og útilokað að þig langi í eitthvað
að nasla í eftir kvöldverðinn sem er lykilatriði ef þú vilt léttast.
#3 Þú heldur líkamanum í brennsluástandi sem þýðir að hann er STANSLAUST allan daginn að ganga á fituforðann í
stað þess að setja hann í FITUSÖFNUNARÁSTAND sem hann fer í sjálfkrafa er þú ert ekki að borða á 2-3 tíma fresti.
HÆTTU AÐ SAFNA FITU, FARÐU AÐ BRENNA HENNI!
- Orkan yfir daginn hjá þér mun gjörbreytast.
- Þú munt vakna hressari og úthvíldari
- þú munt ekki vita hvað SÍÐDEGISÞREYTA er lengur og þú hættir að
"dotta" yfir kvöldfréttunum
- Þú munt ekki finna fyrir sykurlöngun um miðbik dagsins
EKKERT skiptir meira máli en REGLULEGT MÁLTÍÐAMUNSTUR upp á að
halda jafnvægi á sykurlöngun og löngun í orkuríkan mat.
Það gilda sömu lögmál varðandi golfið. Þú þarft að hafa einbeitingu og orku
í 4 klst eða meira og þá er lykilatriði að hafa með sér réttu fæðuna í hringinn
og borða (og drekka vatn) reglulega á þessum tíma. Orkudrykkir eins og t.d
Powerade (inniheldur 9 sykurmola) eða Magic, Burn (innihalda 13 sykurmola)
og fleiri sambærilegir drykkir geta hæglega keyrt blóðsykurinn upp en síðan
niður sem þýðir orkuleysi seinni 9 holurnar svo vatnið er algerlega málið.
Bloggar | Breytt 7.10.2009 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 21:18
Uppskeruhátíð GR unglinga lokið
Glæsilegt lokahóf var haldið í golfskálanum í Grafarholti föstudaginn 25. september síðastliðinn. Mikill fjöldi var mættur og var boðið uppá pizzur og kók. Verðlaun voru veitt fyrir ProGolfmótaröð sumarsins. Einnig fengu margir viðurkenningu fyrir góða ástundun. Kennarar og unglinganefnd vilja nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir vel heppnað sumar og sjáumst svo hress og kát 2. nóvember næstkomandi. Æfingatöflurnar verða birtar um eða eftir helgi hér á vefnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 16:45
Lokahóf barna og unglinga !!!
Föstudaginn 25. september verður lokahóf barna og unglinga haldið í golfskálanum í Grafarholti. Veislan hefst klukkan 17:00 og verður boðið uppá pizzur og gos. Einnig verða veitt verðlaun fyrir progolfmótaröðina. Starfið hefst svo að nýju 2. nóvember samkvæmt vetrartöflu en töflurnar verða birtar á vefslóðinni grunglingar.blog.is innan skamms.
Skráning í vetrarstarfið hefst miðvikudaginn 15. október og stendur til 30. október. Harpa Ægisdóttir tekur á móti skráningu í síma 5850200 eða á harpa@grgolf.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu, nafn forráðamanns, netfang, símanúmer og greiðslu.
Sjáumst hress og kát,
unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 12:51
Pro Golf mótaröðin !!!
Síðasta Progolfmótaröð sumarsins verður haldin á Korpu sunnudaginn 13 september, skráning fer fram í síma 5850200. Síðasti dagur til þess að skrá sig er laugardagurinn 12 september. Vonumst til þess að sjá ykkur sem flest :)
Með kveðju,
unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 18:31
ÆFINGAR HJÁ ÁRNA PÁLI BYRJA AFTUR MÁNUDAGINN 07. SEPT.
Mánudaginn, 07. september næstkomandi munu æfingar byrja aftur hjá Árna Páli samkvæmt stundatöflu.
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum börnum, foreldrum og forráðamönnum fyrir þolinmæðina síðustu vikur.
Hlakka til að sjá alla krakka hressa og káta.
Mbk
Árni Páll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 09:28
Unglingasveitir GR !!!
Öllum unglingasveitum GR er boðið til veislu í Golfskálanum í Grafarholti þriðjudaginn 25 ágúst kl 18:00. Mikilvægt er að allir mæti í keppnisbúningum frá Didricsons fyrir myndatöku sem verður að athöfn lokinni.
Með kveðju,
unglinganefnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782