Æfingar í meistaramótsvikunni

Meistaramótið byrjaði í dag, sunnudag, og stendur fram á þriðjudag. Almennar æfingar verða óbreyttar þessa daga. Ég mæli þó með því að þau sem eru að spila í mótinu reyni að  hvíla sig svoldið á milli hringja. Ef þið eruð í vandræðum með eitthvað þá verð ég á staðnum samkvæmt æfingatöflunni. 

kv Örn.. 


Progolf mót númer 2 - Úrslit

Í dag fór fram Progolf mót númer 2. Leikið var á Litla vellinum á Korpu. 13 kylfingar voru mættir til leiks í blíðskaparveðri. Gaman að sjá að nokkuð var um lækkanir á forgjöf hjá krökkunum í þessu móti, frábært hjá ykkur...:). Ég vil þakka þeim foreldrum sem gengu með hópnum innilega fyrir aðstoðina í manneklunni:)


Stúlkur 13 ára og yngri:

1 Sunna Björk Karlsdóttir 18

2 Sóley Edda Karlsdóttir 13  

 

Drengir 12 ára og yngri:

1 Oddur Bjarki Hafstein 21

2 Bjarki Leó Snorrason 20

3 Kjartan Örn Bogason 19

4 Svavar Hrafn Ágústsson 16

5 Einar Andri Víðisson 12  

 

Drengir 13-14 ára:

1 Arnar Grímsson 19

2 Alexander Pétur Kristjánsson 16

3 Kristján Frank Einarsson 15

4 Bjarni Þrastarson 13

5 Dagur Snær Sigurðsson 10  

 

Piltar 15-16 ára:

1 Sigurður Erik Hafliðason 13 

 

Mbk, Örn... 

 

 


Progolf mót númer 2

Annað mótið í Progolf mótaröðinni verður haldið næstkomandi fimmtudag 7.júlí. Mæting er á efri hæð korpúlfsstaða kl. 8.00. Leikið verður á Litla vellinum.

Þetta mót er eingöngu ætlað þeim sem taka þátt í almennu starfi klúbbsins. Afrekshópar mæta ekki í þetta mót.

Allar almennar æfingar falla niður þennann dag en ætlast er til að þið mætið í mótið. Við viljum hvetja ykkur öll til að mæta hvort sem þið hafið mikla reynslu eða litla á þátttöku í golfmótum. Það eitt að taka þátt er mjög góð og mikilvæg reynsla fyrir ykkur. 

Við erum í smá vandræðum með með að manna allar stöður í mótinu af ýmsum ástæðum, viljum við því biðla til foreldra sem hafa tök á því að mæta, að rétta fram hjálparhönd.  Örn mun mæta og ræsa mótið en þarf svo að fara eftir það. Það mun verða starfsmaður frá okkur á staðnum og við munum verða búnir að gera ákveðnar ráðstafanir við móttöku skorkorta. Aðstoð foreldra yrði þá mest í því formi að vera til staðar og sjá til þess að allt fari friðsamlega fram. 

Mbk, Þjálfarar.


Vorum að setja inn nýjar myndir..:)

Vorum að setja inn nýjar myndir bæði á bloggið og Facebook. Myndirnar eru frá fyrsta Progolf mótinu sem haldið var 16 júní síðastliðinn..:) Myndirnar má finna á blogginu hér til vinstri á síðunni undir liðnum "Myndirnar mínar". Mbk,...

Þá er keppnistímabilið hálfnað......!

3. Arion stigamóti sumarsins var að ljúka á velli GKG rétt í þessu. Hún Ragga okkar sigraði 3. mótið í röð í flokki 14 ára og yngri og að þessu sinni með 20 höggum....! Greinilegt hver ræður ríkjum í þessu flokki... . Það var aftur á móti frábært að sjá...

Flott mót hjá Gerði á Áskorandamótaröðinni í dag

Hún Gerður Hrönn Ragnarsdóttir okkar spilaði frábærlega í dag á Áskorandamótaröðinni og endaði í öðru sæti í flokki stúlkna 14 ára og yngri. Við óskum henni innilega til hamingju...einnig var frábært að sjá að Sóley, Sunna og Elísabet mættu. Hlökkum til...

Úrslit í fyrsta Progolf mótinu.

Fyrsta Progolf mótið á Progolf mótaröðinni var haldið á Litla vellinum á Korpu í dag. Mótið var punktamót með fullri forgjöf og voru leiknar 9 holur. Við vorum mjög heppin með veður og allir stóðu sig vel. Úrslit mótsins er hægt að sjá hér að neðan en...

Fyrsta mót Progolf mótaraðarinnar

Fyrsta mótið í Progolf mótaröðinni verður haldið næstkomandi fimmtudag 16. júní. Mæting er á efri hæð korpúlfsstaða kl. 8.30. Leikið verður á Litla vellinum. Þetta mót er eingöngu ætlað þeim sem taka þátt í almennu starfi klúbbsins. Afrekshópar mæta ekki...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband